Um okkur

Hvernig er best að sinna menntamálum heillar þjóðar? Þessari spurningu hefur verið reynt að svara á sem bestan hátt í hundruð ára. Enn eru ekki allir sammála og ekki ætlum við að þykjast hafa fundið réttu svörin.

Það sem við þykjumst hins vegar vita er að heimurinn breytist hratt. Við erum engum háð og viljum nýta okkur frelsið til að kanna ólíkar leiðir við að hjálpa nemendum að hámarka námsgetuna sína.

Allir eru snillingar. En ef þú dæmir fisk á hversu góður hann er að klifra upp tré mun fiskurinn lifa alla ævi í þeirri trú að hann sé heimskur.

Við viljum hjálpa okkar nemendum að skilja námsefnið. Við leggjum mikla áherslu á hvetjandi og líflega kennslu, hvort sem hún er í formi einstaklingskennslu, hópakennslu eða netkennslu. Við trúum því að skilningur og sjálfstraust séu grundvöllur fyrir framúrskarandi árangri í námi og leggjum hart að okkur til að hjálpa nemendum okkar að öðlast bæði.