Hafa samband

Ekki hika við að senda okkur línu ef þú hefur einhverjar spurningar eða pælingar!

Hér eru nokkrar algengar spurningar en annars geturðu skrollað neðar til að skrifa skilaboð til okkar.

Algengar spurningar

Æskileg lengd fyrir hvern tíma er 1-2 klst. þó að lengsti tími sem við höfum kennt var 4 klst. (já, það var daginn fyrir próf).

Nemendur ákveða sjálfir hversu lengi þeir vilja vera.

Já, það er ekkert mál. Verðið er breytilegt eftir því hversu margir koma í tíma til okkar.

Algengast er að fjöldi í hverjum tíma sé 1-2 nemendur. Vilji fleiri koma í einu er hægt að senda okkur skilaboð eða tölvupóst á nemia@nemia.is.

Það er mjög misjafnt. Sumir hafa reynt sjálfir við það efni sem þeir vilja fara yfir og mæta með dæmin skráð niður sem þeir náðu ekki að leysa. Aðrir vilja renna yfir efnið á þægilegan hátt og sjá hvar þeir standa með aðstoð einkakennarans.

Það þarf að millifæra fyrirfram inn á bankareikning til að staðfesta tímann. Ef ekki er búið að greiða fyrir einkatíma áður en hann á að hefjast telst hann óstaðfestur og verður ekki kenndur.

Allar upplýsingar um greiðslu berast við bókun.

Í Mjóddinni. Þægilegast er að koma að húsinu beint hægra megin við Bakarameistarann. Þar eru dyr sem á standa “Álfabakki 12”. Við erum með stofu uppi á 2. hæð.

Sendu okkur skilaboð

Sérðu ekki fagið sem þú vilt aðstoð með? Viltu sækja um að fá að kenna með okkur? Viltu vita hvað Inga Lilja fær sér í morgunmat? Eða hvað kötturinn hans Kristófers heitir? Jafnvel hvort Kristófer eigi í raun og veru kött?

Við svörum þér hratt og örugglega.