Til hvers að flækja hlutina?

Við hjálpum grunn- og framhaldsskólanemendum að hámarka námsgetuna sína. Sama hvernig nemendur vilja fara að því. 

Fyrst og fremst mætum við þeirra þörfum með einkatímum og námskeiðum. Það gerum við á faglegan og skemmtilegan hátt. Endilega kynntu þér þjónustuna okkar.


Hvað er í boði og hvernig virkar þetta?


01.

Einkatímar

Okkar sívinsælu einkatímar eru í gangi allan ársins hring. Við tökum brosandi á móti þér í Mjóddinni og hjálpum þér að auka skilning á efninu. Þú getur valið kennara, tímasetningu og fjölda.

02.

Námskeið á netinu

Ef þú vilt læra þar sem þú vilt, þegar þú vilt á þeim hraða sem þú vilt mælum við með að þú kynnir þér netnámskeiðin okkar. Kennslumyndbönd, æfingadæmi og próf.

03.

Námskeið í Mjódd

Námskeiðin okkar hafa gjörsamlega slegið í gegn. Hvort sem það er námskeið um námstækni, fyrir samræmd próf eða lokapróf í grunn- og framhaldsskólum.


Hvað hefur verið sagt um Nemíu?

Ég hef ekki séð eftir því í eina sekúndu að kenna hjá Nemíu. Starfsumhverfið er æðislegt og ég gæti ekki hugsað mér þægilegri vinnu með skóla.
Kristófer
Einkakennari
Ég myndi segja að Nemía sé ástæðan fyrir því að ég hélt áfram í Verzló. Þau hjálpuðu mér mikið með andlegu hliðina og einnig náðu þau að efla skilning minn á stærðfræði, akkúrat það sem ég þurfti.
Birta María
Nemandi
Kennslan hjá Nemíu skilaði stráknum mínum 9 í prófinu. Vinkona mín hafði strax samband og pantaði einkatíma fyrir sinn strák. Takk takk.
Siggerður
Foreldri

Hvernig er best að sinna menntamálum heillar þjóðar? Þessari spurningu hefur verið reynt að svara á sem bestan hátt í hundruð ára. Enn eru ekki allir sammála og ekki ætlum við að þykjast hafa fundið réttu svörin.

Það sem við þykjumst hins vegar vita er að heimurinn breytist hratt. Við erum engum háð og viljum nýta okkur frelsið til að kanna ólíkar leiðir við að hjálpa nemendum að hámarka námsgetuna sína.

Allir eru snillingar. En ef þú dæmir fisk á hversu góður hann er að klifra upp tré mun fiskurinn lifa alla ævi í þeirri trú að hann sé heimskur.

Við viljum hjálpa okkar nemendum að skilja námsefnið. Við leggjum mikla áherslu á hvetjandi og líflega kennslu, hvort sem hún er í formi einstaklingskennslu, hópakennslu eða netkennslu. Við trúum því að skilningur og sjálfstraust séu grundvöllur fyrir framúrskarandi árangri í námi og leggjum hart að okkur til að hjálpa nemendum okkar að öðlast bæði.

adfce323-93f3-4f63-b9b9-2d22a6fc0938