Velkomin á heimasíðuna
Við hjálpum grunn- og framhaldsskólanemendum að hámarka námsgetuna sína.
Það gerum við á faglegan og skemmtilegan hátt. Endilega kynntu þér þjónustuna okkar.
Hvað er í boði?
Til hvers að flækja hlutina?
Við hjálpum nemendum að hámarka námsgetuna sína. Sama hvernig nemendur vilja fara að því. Fyrst og fremst mætum við þeirra þörfum með einkatímum og námskeiðum.
Þú getur sent á okkur hvað þú vilt bæta í þínu námi og við finnum leið til þess með þér!
01.
Einkatímar
Okkar sívinsælu einkatímar eru í gangi allan ársins hring. Við tökum brosandi á móti þér í Mjóddinni og hjálpum þér að auka skilning á efninu. Þú getur valið kennara, tímasetningu og fjölda.
02.
Námskeið á netinu
Ef þú vilt læra þar sem þú vilt, þegar þú vilt á þeim hraða sem þú vilt mælum við með að þú kynnir þér netnámskeiðin okkar. Kennslumyndbönd, æfingadæmi og próf.
03.
Námskeið í Mjódd
Námskeiðin okkar hafa gjörsamlega slegið í gegn. Hvort sem það er námskeið um námstækni, fyrir samræmd próf eða lokapróf í grunn- og framhaldsskólum.