Hver erum við?



Þetta er teymið okkar!

Arna Liv
Arna Liv Björgvinsdóttir

Arna Liv er 18 ára á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands á náttúru-eðlisfræðibraut en þar er hún einnig að kenna stærðfræði í stoðtímum fyrir samnemendur sína.

Hún býður upp á einkakennslu í stærðfræði og eðlisfræði fyrir grunn- og menntaskólanema.

Baldvin Gunnarsson

Baldvin gekk í Verzlunarskóla Íslands og fór þaðan beint í verkfræði í Háskóla Reykjavíkur. Hann útskrifaðist þaðan sem dúx Verkfræðideildarinnar árið 2024.

Nú starfar hann sem hjá Arionbanka; er stofnandi stofnandi sprotafyrirtækisins Bidd; og tekur að sér kennslu auk annarra verkefna hjá Nemíu.

Eyrún Inga Maríusdóttir

Eyrún er lífeindafræðingur útskrifuð með BS í lífeindafræði, með áherslu á lífefnafræði, frá Leeds Beckett University. Hún lauk svo MS í lífeindafræði frá Háskóla Íslands.

Hún er með tvö starfsleyfi frá Landlækni, bæði sem lífeindafræðinur og sem náttúrufræðingur í heilbrigðisþjónustu. Hún hefur starfað sem lífeindafræðingur hjá Landspítalanum í tvö ár, en vinnur núna hjá Háskóla Íslands við Læknadeild.

Eyrún brennur fyrir að hjálpa nemendum að skilja hlutina og tekur að sér kennslu í öllum heilbrigðisvísindum, líffræði, efnafræði, tölfræði, og ensku.

Elín Arna Tryggvadóttir

Elín tekur að sér stærðfræðikennslu fyrir grunnskólanema.

Stefán Orri Davíðsson

Stefán er 18 ára á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands.

Hann býður upp á einkakennslu í stærðfræði og eðlisfræði fyrir grunn- og menntaskólanema.

Hannes Helgi Jóhannsson

Hannes er 18 ára á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands.

Hann býður upp á einkakennslu í stærðfræði og eðlisfræði fyrir grunn- og menntaskólanema.

Gylfi Tryggvason - Eigandi

Gylfi er stofnandi og eigandi Nemíu. Hann hefur verið að kenna þar frá upphafi. 

Hann þolir ekki reiknivélar. Flækir ekki hlutina. 

Skilja, ekki muna, segir hann.

Þórður Arnar Árnason - Framkvæmdastjóri

Þórður Arnar er framkvæmdastjóri Nemíu en hann hefur gegnt þeirri stöðu síðan haustið 2024.

Hann er íslenskufræðingur þannig ekkert vera reyna fá hann til að kenna þér stærðfræði.