Hver erum við?
Þetta er teymið okkar!

Arna Liv er 18 ára á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands á náttúru-eðlisfræðibraut en þar er hún einnig að kenna stærðfræði í stoðtímum fyrir samnemendur sína.
Hún býður upp á einkakennslu í stærðfræði og eðlisfræði fyrir grunn- og menntaskólanema.

Baldvin gekk í Verzlunarskóla Íslands og fór þaðan beint í verkfræði í Háskóla Reykjavíkur. Hann útskrifaðist þaðan sem dúx Verkfræðideildarinnar árið 2024.
Nú starfar hann sem hjá Arionbanka; er stofnandi stofnandi sprotafyrirtækisins Bidd; og tekur að sér kennslu auk annarra verkefna hjá Nemíu.

Eyrún er lífeindafræðingur útskrifuð með BS í lífeindafræði, með áherslu á lífefnafræði, frá Leeds Beckett University. Hún lauk svo MS í lífeindafræði frá Háskóla Íslands.
Hún er með tvö starfsleyfi frá Landlækni, bæði sem lífeindafræðinur og sem náttúrufræðingur í heilbrigðisþjónustu. Hún hefur starfað sem lífeindafræðingur hjá Landspítalanum í tvö ár, en vinnur núna hjá Háskóla Íslands við Læknadeild.
Eyrún brennur fyrir að hjálpa nemendum að skilja hlutina og tekur að sér kennslu í öllum heilbrigðisvísindum, líffræði, efnafræði, tölfræði, og ensku.

Elín tekur að sér stærðfræðikennslu fyrir grunnskólanema.

Stefán er 18 ára á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands.
Hann býður upp á einkakennslu í stærðfræði og eðlisfræði fyrir grunn- og menntaskólanema.

Hannes er 18 ára á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands.
Hann býður upp á einkakennslu í stærðfræði og eðlisfræði fyrir grunn- og menntaskólanema.

Gylfi er stofnandi og eigandi Nemíu. Hann hefur verið að kenna þar frá upphafi.
Hann þolir ekki reiknivélar. Flækir ekki hlutina.
Skilja, ekki muna, segir hann.

Þórður Arnar er framkvæmdastjóri Nemíu en hann hefur gegnt þeirri stöðu síðan haustið 2024.
Hann er íslenskufræðingur þannig ekkert vera reyna fá hann til að kenna þér stærðfræði.