Verð

18900 kr.

19900 kr.

Versló: STÆR2LT05 á netinu

Þú getur lært hvenær sem er, hvar sem er, á hvaða hraða sem er, hvernig sem er.

Þetta stærðfræðinámskeið á netinu inniheldur vönduð kennslumyndbönd, æfingadæmi, próf og alls kyns ráð frá lærimeistara námskeiðsins.

Hvernig virka netnámskeiðin okkar?

Við reynum allt til að þú fáir besta og þægilegasta námsefni sem völ er á. Þín virkni er mikilvæg og því byggjum við að hluta til á praktískum dæmum og prófum sem munu nýtast þér í áfanganum.

Kennslumyndbönd

Við höfum framleitt vönduð kennslumyndbönd þar sem farið er yfir aðalatriðin í faginu. Efnið er ítarlegt og nýtist bæði fyrir lokapróf eða yfir önnina.

Æfingadæmi

Lærimeistari námskeiðsins hefur valið góð dæmi tengd hverju námsefni fyrir sig sem þú getur spreytt þig á til að sjá hversu vel hefur tekist að skilja efnið.

Lokapróf

Þú getur tekið lokapróf í gegnum búnaðinn okkar, fengið einkunn fyrir prófið og útskýringar á hvernig er best að leysa hvert dæmi á prófinu. Hljómar of vel til að vera satt? Okkur fannst það líka í byrjun.

Lærimeistari námskeiðsins

Kristófer kom eins og stormsveipur inn í starfsemi Nemíu haustið 2019. Hann er að læra stjarneðlisfræði í HÍ (lesist: maðurinn er viðbjóðslega gáfaður).

Hann er mikill höfðingi og öðlingur á sama tíma. Höfðlingur. Hann hefur góða nærveru, mjúka rödd og hefur fengið mikið lof fyrir sína kennslu.

Hann heldur reyndar með Chelsea í enska boltanum. En hver hefur sinn djöful að draga.

"Ég verð að viðurkenna að ég efast um að ég hefði náð STÆR2LT05 ef ekki hefði verið fyrir námskeiðið sem Kristófer kenndi. Ég fagna því að nú sé komið netnámskeið með honum. Maðurinn er Kurt Cobain menntaskólastærðfræðinnar."
Jón Orri Stefánsson, Versló

Verð námskeiðsins

18900 kr.

19900 kr.

Algengar spurningar

Já. Við hvetjum þig til að kynna þér málið hjá þínu stéttarfélagi.

Þú getur skráð þig á námskeiðið hvenær sem er. Því fyrr sem þú skráir þig, því lengur hefurðu aðgang að námskeiðinu! 🙂

Námskeiðinu lýkur daginn eftir síðasta próf í þeim skóla sem námskeiðið er hannað fyrir.

Dæmi: Ef síðasta próf í Versló er 11. maí lokast fyrir aðganga þann 12. maí.

Já. Afsláttarkjör berast skráðum nemendum í tölvupósti þegar svo ber undir.

Besta fjárfestingin er í sjálfum sér!

Sérðu fram á að þú munir sjá eftir þekkingunni sem þú öðlast á námskeiðinu?

Við getum þá gert samkomulag. Spólum 10 ár fram í tímann. Ef þú finnur að þú sérð eftir að hafa lært allt sem þú lærðir á námskeiðinu skulum við bjóða þér í kaffi og ræða hvernig við getum leyst vandann.

Loading...

Processing Order...

Please wait while we process your payment...

Please wait while we redirect you...